Skilmálar Urðarbrunns

Ökuskóli Urðarbrunns hefur starfsleyfi frá Samgöngustofu.

FR/AR ehf. (kt. 591214-0710) er eigandi þessa vefs (urdarbrunnur.is) og er notkun hans aðeins heimil þeim sem hefur skráð sig í Ökuskóla Urðarbrunns. Nemandi þarf að ljúka námi innan 30 daga frá því að námskeið er opnað.

FR/AR ehf. ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef skólans né tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

FR/AR ehf. á höfundarréttinn á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef ökuskólans, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki FR/AR ehf. þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef skólans, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Nemendum ökuskólans er þó heimilt að vista upplýsingar af vefnum til einkanota.

Nemendur geta hætt við kaupin innan 14 daga. Frestur þessi byrjar að líða þegar greiðsla á sér stað.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Meðferð persónuupplýsinga

Hjá Urðarbrunni skiptir öryggi máli og við höldum þínum persónuupplýsingum öruggum með tryggum forritunaraðferðum.

Hvaða upplýsingum er safnað?

Grunnupplýsingum um nemendur, upplýsingum um notkun vefsíðu ogvupplýsingum um framvindu náms.

Hvers vegna er upplýsingum safnað?

Til þess að ökukennslan sé í samræmi við lög og relgur sem gilda um ökukennslu á netinu. Svo við getum fylgst með virkni kerfa og til að tryggja rekjanleika aðgerða.

Hvernig verða upplýsingarnar notaðar?

Upplýsingar eru einungis notaðar til að uppfylla lagaskyldu og kröfur í samningum.

Með hverjum verður upplýsingum deilt?

Urðarbrunnur deilir ekki upplýsingum með öðrum nema lög eða reglugerðir krefjist þess. Vegna laga deilum við einungis upplýsingum þínum með:

  1. Ökukennara þínum
  2. Samgöngustofu