Ökuskóli 1 á netinu
Bóklega námið byrjar með Ökuskóla 1. Efnið er sett fram á myndrænan og gangvirkan hátt.
Náminu er dreift yfir 6 daga
Námskeiðið kostar 12.500 kr.
Myndrænt og gangvirkt nám
Skráðu þig í Ökuskóla 1Fjarnám Urðarbrunns
Ökuskóli 1 er hluti af ökunámsferlinu og er stórt skref í átt að bílprófi. Ökuskóli 1 í fjarnámi kemur í staðinn fyrir hefðbundið nám í skólastofu og fer í sama efni.
Hvað er kennt í Ökuskóla 1?
Ökuskóla 1 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni:
- Ökunámsferlið
- Bíll og búnaður
- Umferðarheild
- Umferðarreglur
- Viðhorf gagnvart umferðinni
- Umferðarskilti
Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins.
Við lok hverrar lotu þarf að bíða í næstum einn sólahring (21 tíma) þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga. Þetta er gert til að fylgja reglum Samgöngustofu.
Svo að þú standir þig sem best í ökuskólanum ættir þú að hafa bókina Út Í Umferðina handbæra. Hún fylgir ekki með skráningu hjá okkur en það er hægt að kaupa hana á vefverslun Ökukennarafélagsins.
Inntökuskilyrði
Til þess að taka þátt í Ökuskóla 1 þarf nemandi að hafa:
- Námsheimild frá sýslumanni
- Klárað 1 ökutíma hjá ökukennara
Greiðsla
Greiðsla fer fram eftir að aðgangur hefur verið stofnaður. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða millifærslu inná reikning ökuskólans. Frekari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má finna eftir skráningu.
Algengar spurningar
Hentar Ökuskóli 1 lesblindum?
Já, það er hægt að nota lesblindu textan OpenDyslexic með því að fara í stillingar. Að auki er hægt að hlusta á mest allt efni Ökuskóla 1 en það er lesið upp af leikaranum Hallvarði Jes Gíslasyni.
Mig vantar ökukennara á höfuðborgarsvæðinu. Bjóðið þið upp á ökukennslu þar?
Já við bjóðum svo sannarlega upp á ökukennslu á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað kostar ökunámið?
Heppilega höfum við skrifað heila grein um þetta. Þú getur lesið um það hérna. Ef þú vilt spara smá pening (og hver vil það ekki?) þá getur þú líka lesið þessa grein sem fjallar um hvernig það er mögulega hægt er að nýta námsstyrki frá stéttarfélögum til þess að lækka kostnaðinn á ökunáminu þínu.
Hvernig skrái ég mig í skólann?
Fyrst ferðu á innskráningarsíðuna og síðan hefurðu kost á að greiða með greiðslukorti eða með millifærslu.
Bjóðið þið upp á meirapróf eða mótorhjólapróf?
Nei, því miður ekki. Við einbeitum okkur að Ökuskóla 1 og 2. Það eru aðrir ágætir skólar sem geta kennt þér á mótorhjól og allskonar.
Ég hef útskrifast úr Ökuskóla 1 en mig vantar staðfestingu í rafrænu ökunámsbókina. Hvernig fæ ég hana?
Já, það er ekkert mál. Hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst á hallo@urdarbrunnur.is og við skulum koma því í lag.
Er hægt að taka námskeiðin á ensku?
Já! Við héldum að þú myndir aldrei spyrja. Við bjóðum svo sannarlega upp á námskeiðið á ensku. Við settum mikið púður í að þýða allt efnið vel og vandlega, meira að segja greinarnar okkar og alla heimasíðuna. Það er ekkert Google Translate hér á bæ.
Mig vantar æfingaaksturs segulinn. Hvar fæ ég hann?
Allir nemendur okkar fá segla. Við erum líka tilbúin að senda ykkur auka segull ef sá fyrsti týnist eða einfaldlega flýgur af bílnum, eins og gerist stundum. Sendu okkur bara tölvupóst á hallo@urdarbrunnur.is með nafni og heimilisfangi og við græjum málið.
Einhverjar spurningar? Hringdu í síma 777-9344.