Það kostar sitt að læra að keyra bíl. Það kostar að lágmarki í kringum 270.000 kr. en getur farið upp í kr. 400.000 kr. fyrir allan pakkann.
Kostnaðurinn gæti skiptst upp á eftirfarandi máta:
Námsheimild frá sýslumanni | 4.300 kr. |
15 ökutímar (12.900 kr tíminn) | 193.500 kr. |
Námsbókin - Út í umferðina | 1.990 kr. |
Ökuskóli 1 (hjá okkur) | 12.500 kr. |
Ökuskóli 2 (hjá okkur) | 12.500 kr. |
Ökuskóli 3 | 49.500 kr. |
Skriflega prófið | 6.580 kr. |
Verklega prófið | 17.430 kr. |
Heildarverð | 298.300 kr. |
Ef þú vilt skilja ferlið aðeins betur getur þú lesið um það betur hérna.
Margir vilja taka fleiri en 15 ökutíma hjá ökukennara og þurfa þar af leiðandi að greiða meira fyrir námið. Síðan þurfa sumir að endurtaka verklega eða bóklega bílprófið. Þannig hækkar kostnaðurinn.
Þannig það er allur gangur á þessu.
Til dæmis, ef þú tækir 20 ökunámstíma og féllir einu sinni í skriflega prófinu þá gæti kostnaðurinn litið svona út:
Námsheimild frá sýslumanni | 4.300 kr. |
20 ökutímar (12.900 kr. tíminn) | 258.000 kr. |
Námsbókin - Út í umferðina | 1.990 kr. |
Ökuskóli 1 (hjá okkur) | 12.500 kr. |
Ökuskóli 2 (hjá okkur) | 12.500 kr. |
Ökuskóli 3 | 49.500 kr. |
Skriflega prófið (tvisvar) | 13.160 kr. |
Verklega prófið | 17.430 kr. |
Heildarverð | 369.380 kr. |
Uppfært 9. apríl 2024